Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir
Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Atkvæði í kjöri til vígslubiskups á Hólum voru talin í gær en Gunnlaugur Garðarsson, Kristján Björnsson og Solveig Lára Guðmundsdóttir gáfu kost á sér.

Atkvæði í kjöri til vígslubiskups á Hólum voru talin í gær en Gunnlaugur Garðarsson, Kristján Björnsson og Solveig Lára Guðmundsdóttir gáfu kost á sér. Enginn hlaut hreinan meirihluta í kosningunni og verður því kosið á ný á milli Solveigar Láru og Kristjáns en þau hlutu flest greidd atkvæði.

Alls greiddu 168 atkvæði í kosningunni, þar af voru átta ógild, en á kjörskrá er 181.

Solveig Lára hlaut 76 atkvæði, Kristján 57 og Gunnlaugur 27. Í byrjun næstu viku verða kjörgögn vegna annarrar umferðar kosninganna send út en nýr biskup verður vígður 12. ágúst nk. á Hólahátíð.