Ágætis byrjun Madeline Miller hreppti Orange-bókmenntaverðlaunin í ár.
Ágætis byrjun Madeline Miller hreppti Orange-bókmenntaverðlaunin í ár.
Bandaríski rithöfundurinn Madeline Miller hlaut í vikunni bresku Orange-bókmenntaverðlaunin, sem veitt eru kvenrithöfundum, fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Song of Achilles.
Bandaríski rithöfundurinn Madeline Miller hlaut í vikunni bresku Orange-bókmenntaverðlaunin, sem veitt eru kvenrithöfundum, fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Song of Achilles. Í henni segir af ástum prinsins Patróklusar og hetjunnar Akkillesar sem halda til Tróju að frelsa Helenu af Spörtu. „Hómer væri stoltur af henni,“ sagði formaður dómnefndar, Joanna Trollope, um bók Miller, hún væri bæði hugmyndarík og upplífgandi, Miller vel að verðlaununum komin.