Ronaldo - pottur bæði og panna Portúgals.
Ronaldo - pottur bæði og panna Portúgals. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um árabil hafa Portúgalar haft á skipa einstaklingum í allra fremstu röð án þess að hafa landslið í hæsta klassa.
Um árabil hafa Portúgalar haft á skipa einstaklingum í allra fremstu röð án þess að hafa landslið í hæsta klassa. Liðið, þá undir stjórn Luis Felipes Scolaris, komst næst því að vinna EM í Grikklandi árið 2004 en tapaði þar fyrir heimamönnum í úrslitaleiknum. Það ku vera góður andi í liðinu um þessar mundir og þjálfarinn, Paulo Bento, er vinsæll meðal leikmanna. Ekki spillir að helsta stjarna liðsins, Cristiano Ronaldo, er glóandi heitur eftir stjarnfræðilega markaskorun með Spánarmeisturum Real Madrid. Haldi hann í horfinu ættu mörkin ekki að vera vandamál hjá liðinu, ekki síst ef Nani spilar vel á hægri vængnum á móti Ronaldo. Aftur á móti er Bento bæði yngstur og reynsluminnstur af þjálfurunum á EM í sumar, og freistist hann til að stóla um of á CR9 er voðinn vís fyrir Portúgal. Með Pepe og Fabio Coentrao baka til og Mereiles og Moutinho á miðjunni ætti liðið að geta staðið í Danmörku, tæplega í Hollandi eða Þýskalandi.