Georgios Samaras, framherji hjá Celtic.
Georgios Samaras, framherji hjá Celtic. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Enn skilja menn trauðla hvernig þýski þjálfarinn Otto Rehhagel fór að því að gera Grikki að Evrópumeisturum árið 2004.
Enn skilja menn trauðla hvernig þýski þjálfarinn Otto Rehhagel fór að því að gera Grikki að Evrópumeisturum árið 2004. Liðið lék lágstemmdan bolta, lagði hvern andstæðinginn á fætur öðrum og fyrr en varði hömpuðu þeir bikarnum á meðan umheimurinn klóraði sér í hausnum yfir því hvað gerst hafði. Sem fyrr eru það föst leikatriði, en ekki skapandi hugsun, sem Grikkir leggja áherslu á. Þeir raða heldur ekki inn mörkunum en komist þeir marki yfir er voðinn vís fyrir andstæðinginn því þeir kunna þá list að hlaða í varnarvegg og láta sér fátt um áferðarfallegan bolta finnast ef árangurinn skilar sér. Engu að síður er fátt sem bendir til þess að Grikkir komist upp úr riðlinum, þótt önnur lið séu kannski ekki miklu sigurstranglegri. Höfum líka í huga að lið hafa vanmetið Grikki áður og goldið rækilega fyrir. Yfirlýst markmið liðsmanna er að berjast til síðasta manns til að gera fólkinu heima kleift að gleyma áhyggjunum af efnahagnum um stund. Hjartnæmt, en framhaldið er hæpið.