Hörður Fannar Sigþórsson
Hörður Fannar Sigþórsson
Hörður Fannar Sigþórsson, línumaður úrvalsdeildarliðsins Akureyrar í handknattleik, er á leið til Færeyja og reiknar með að leika þar á næstu leiktíð.

Hörður Fannar Sigþórsson, línumaður úrvalsdeildarliðsins Akureyrar í handknattleik, er á leið til Færeyja og reiknar með að leika þar á næstu leiktíð. Hann staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöldi og sagðist jafnframt vonast til þess að ná samningi við Kyndil í Þórshöfn á næstu dögum en liðið leikur undir stjórn Finns Hanssonar á næsta keppnistímabili. Finnur tók við þjálfun Kyndils á dögunum eftir að hafa stýrt liði Neistans til sigurs í bikarkeppninni í vor.

Kyndill er sigursælasta handknattleikslið Færeyja en gekk illa á síðasta keppnistímabili. Nú hefur liðið þrjá krækt í sterka leikmenn auk Finns sem mun leika með liðinu samhliða þjálfun. Hörður Fannar verður fimmti nýi leikmaðurinn í herbúðum Kyndils ef samningar takast sem góðar líkur munu vera á.

Hörður Fannar segir persónulegar ástæður vera fyrir því að hann ætli að flytja Þórshafnar í Færeyjum.

Hörður Fannar hefur leikið með Þór og Akureyrarliðinu síðan það varð til við sameiningu KA og Þórs fyrir sex árum. Þá spilaði hann einn vetur með HK fyrir fáeinum árum.

Ljóst er að talsverðar breytingar verða á Akureyrarliðinu á næstu leiktíð, ekki síst á varnarleiknum. Auk þess að leika á línunni hefur Hörður Fannar leikið stórt hlutverk í vörninni ásamt Guðlaugi Arnarssyni sem ákvað að hætta í vor. Þá er Sveinbjörn Pétursson á förum til Þýskalands og serbneskur markvörður er til reynslu í staðinn eins og fram kemur á annars staðar á þessari síðu. iben@mbl.is