— Morgunblaðið/Ómar
Sumri er fagnað í Viðey með hinni árlegu Viðeyjarhátíð á morgun, laugardaginn 9. júní.

Sumri er fagnað í Viðey með hinni árlegu Viðeyjarhátíð á morgun, laugardaginn 9. júní.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar að halda upp á skólalok og gleðjast saman í sumarbyrjun, segir í tilkynningu, enda skarti Viðey sínu fegursta og fuglalífið í miklum blóma.

Margt er í boði á hátíðinni. Hestaleiga verður starfandi allan daginn, boðið upp á gönguferðir og Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir dans. Á leiksvæðinu aftan Viðeyjarstofu geta ungir og aldnir brugðið á leik með skátafélaginu Landnemum.

Klukkan 14 mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiða fjölskylduguðsþjónustu í Viðeyjarkirkju. Viðeyjarstofa er opin allan daginn og hægt að njóta þar veitinga í mat og drykk.

Nánari upplýsingar um ferju og dagskrá er að finna á www.videy.com.