Jakob Jóhann Sveinsson
Jakob Jóhann Sveinsson
Jakob Jóhann Sveinsson náði þriðja sæti í 100 m bringusundi á á Mare Nostrum-mótinu í Canet-en-Roussillon í Frakklandi í gær þegar seinni keppnisdagur mótsins fór fram. Hann synti á 1.

Jakob Jóhann Sveinsson náði þriðja sæti í 100 m bringusundi á á Mare Nostrum-mótinu í Canet-en-Roussillon í Frakklandi í gær þegar seinni keppnisdagur mótsins fór fram. Hann synti á 1.02,19 og var vel innan við boðstímalágmarkið fyrir Ólympíuleikana í sumar en nokkuð frá ólympíulágmarkinu sjálfu.

Jakob Jóhann var eini Íslendingurinn sem vann til verðlauna í gær.

Hrafnhildur Lúthersdóttir var þriðjungi úr sekúndu frá eigin Íslandsmetið í 100 m bringsundi þegar hún kom fimmta í mark á 1.09,96 sekúndum, sem er einnig nokkuð innan við boðstímalágmarkið fyrir ÓL. Erla Dögg Haraldsdóttir varð í fimmta sæti í B-úrslitum í sömu grein á 1.12,69.

Eygló Ósk Gústafsdóttir hafnaði í 7. sæti í úrslitum í 200 m baksundi. Hún mædist á tímanum 2.15,91 mínútu sem er um 5 sekúndum frá Íslandsmetinu sem Eygló setti fyrir skömmu og tryggði henni keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Anton Sveinn McKee kom fimmti í mark í 1.500 m skriðsundi á 15.40,66 mínútum. Það er um 13 sekúndum frá Íslandsmetinu. Tími Antons í gær er hinsvegar vel innan við boðstímalágmarkið fyrir ÓL.

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 8. sæti í B-úrslitum í 200 m flugsundi á 2.27,33 mínútum.

Árni Már Árnason bætti sinn persónulega árangur í 100 m skriðsundi í gærmorgun, synti á 50,89 sek. og varð í 20. sæti. iben@mbl.is