„Ibracadabra“ - einn besti framherji heims í dag.
„Ibracadabra“ - einn besti framherji heims í dag. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sænska liðið mætir í góðum gír á EM 2012 og er umtalað að þjálfarinn Erik Hamren hafi náð að skapa betri anda í liðinu en verið hafi um langa hríð.
Sænska liðið mætir í góðum gír á EM 2012 og er umtalað að þjálfarinn Erik Hamren hafi náð að skapa betri anda í liðinu en verið hafi um langa hríð. Munar ekki minnstu að stórstjarnan Zlatan Ibrahimovich, sem einatt hefur þótt heldur forn í skapi, er hinn hressasti og spilamennskan eftir því. Margir bíða því spenntir eftir að sjá hvernig hann plumar sig því þrátt fyrir fáheyrðan árangur með félagsliðum sínum undanfarin áratug vill loða við „Ibracadabra“ að hverfa þegar allt er undir í stærstu leikjunum. Ef hann er hins vegar til staðar er leitun að betri framherja; 195 cm, nautsterkur og teknískur svo undrun sætir. Með þá Johan Elmander og Ola Toivonen sér til fulltingis í fremstu línu er ljóst að Ibra getur gert usla gegn hvaða liði sem er. Svíþjóð í stuði er ekki óskamótherji fyrir nokkurt landslið – spyrjið bara Hollendinga sem töpuðu tvívegis fyrir Svíum í undankeppninni.