— Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúss.
8. júní 1951 Íslenska ríkið keypti „öll vatnsréttindi í Þjórsá og þverám hennar milli fjalls og fjöru,“ eins og það var orðað í Tímanum. Seljandi var Titan-félagið sem hafði eignast réttindin á árunum frá 1914 til 1924. 8.

8. júní 1951

Íslenska ríkið keypti „öll vatnsréttindi í Þjórsá og þverám hennar milli fjalls og fjöru,“ eins og það var orðað í Tímanum. Seljandi var Titan-félagið sem hafði eignast réttindin á árunum frá 1914 til 1924.

8. júní 1972

Fiðluleikarinn Yehudi Menuhin kom til landsins og lék á tvennum tónleikum á Listahátíð. „Líklega stafar ekki jafn miklum ljóma af nafni nokkurs núlifandi listamanns,“ sagði Morgunblaðið.

8. júní 1986

Styttan Björgun eftir Ásmund Sveinsson var afhjúpuð, á sjómannadaginn. Hún er á mótum Faxaskjóls og Ægisíðu í Reykjavík.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.