Kastljósið verður á Christian Eriksen.
Kastljósið verður á Christian Eriksen. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Frændur vorir Danir eru „litla“ liðið í dauðariðlinum og ljóst að við ramman reip er að draga fyrir þá á EM.
Frændur vorir Danir eru „litla“ liðið í dauðariðlinum og ljóst að við ramman reip er að draga fyrir þá á EM. Danir eru hins vegar stemningslið í eðli sínu, jafnan lágt skrifaðir í upphafi móts við hlið stórliðanna, en þegar á völlinn er komið getur allt smollið eins og á HM 1986 í Mexíkó og ekki síður á EM 1992 þar sem Danir stóðu uppi sem Evrópumeistarar. Mikið mun mæða á framherjanum Nicklas Bendtner að skila inn mörkum og þá standa vonir til að hinn framsækni miðjumaður Ajax, Christian Eriksen, láti til sín taka. Verði þessir tveir í stuði eru Danir í ágætum málum, en ef ekki þá fer allt á verri veg því dýptin er ekki beint aðal liðsins. Sama má í raun segja um afganginn af byrjunarliðinu – ef einhver hinna föstu pósta heltist úr lestinni sökum meiðsla er Morten Olsen þjálfari í stórvandræðum. Það hangir því stórt „EF“ yfir danska liðinu og árangri þess á EM – gangi allt að óskum veit enginn hvaða óskunda liðið getur tekið upp á gagnvart sterkustu þjóðunum.