Balotelli - bandbrjálaður snillingur.
Balotelli - bandbrjálaður snillingur. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ítalir urðu heimsmeistarar árið 2006. Flestir úr þeim hópi eru komnir á aldur – aðeins hinn sígræni markvörður Gigi Buffon og leikstjórnandinn Andrea Pirlo eru þar enn.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ítalir urðu heimsmeistarar árið 2006. Flestir úr þeim hópi eru komnir á aldur – aðeins hinn sígræni markvörður Gigi Buffon og leikstjórnandinn Andrea Pirlo eru þar enn. Liðinu gekk afleitlega á síðasta heimsmeistaramóti og til að bæta gráu ofan á svart skekur nú nýtt hneykslismál ítalska boltann þar sem grunur leikur á um víðtæka hagræðingu úrslita. Afleiðing þess er meðal annars sú að þjálfarinn Cesare Prandelli ákvað að vísa fyrsta valkostinum í vinstri bakvörð, Domenico Criscito, úr hópnum þar eð mál hans eru til rannsóknar. Það má því búast við að stemningin sé dælduð í ítalska búningsherberginu. Sóknin er eitt stærsta spurningarmerkið hjá Ítölum. Enginn efast um hæfileika Marios Balotellis og Antonios Cassanos, en þeir bera hins vegar báðir kurteisisheitin „ólíkindatól“ og það er aldrei að vita hvenær þeir fuðra upp í ruglið. Væntingarnar eru því hóflegar í ár.