Heimsmethafinn, heimsmeistarinn og ólympíumeistarinn í 100 m hlaupi karla, Usain Bolt, skyggði á alla aðra keppendur á Demantamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins sem fram fór á Bislett-leikvanginum í Ósló í gær.

Heimsmethafinn, heimsmeistarinn og ólympíumeistarinn í 100 m hlaupi karla, Usain Bolt, skyggði á alla aðra keppendur á Demantamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins sem fram fór á Bislett-leikvanginum í Ósló í gær. Bolt olli heldur ekki vonbrigðum eftir að hafa verið ekið inn á leikvanginn í eðalvagni þá hljóp hann eins og fætur toguðu í 100 metra hlaupi. Hann setti nýtt mótsmet, 9,79 sekúndur og bætti fyrra met um 9/100 úr sekúndu en það var orðið 11 ára gamalt. Landi Bolts frá Jamaíku, Asafa Powell, varð annar á 9,85 sekúndum sem er hans besti tími í ár.

Óðinn nokkuð frá sínu besta

Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, tók þátt í mótinu og varð í sjötta sæti í kúluvarpi. Hann varpaði kúlunni lengst 18,66 metra sem er nokkuð frá hans besta á þessu ári.

Óðinn Björn átti fjögur gild köst af sex, 18,27, 18,66, 18,05 og 17,96.

Átta kúluvarparar reyndu með sér og varpaði ólympíumeistarinn frá Póllandi, Tomasz Majewski, lengst, 21,36 metra.

Þetta var í fyrsta sinn sem Óðinn Björn tók þátt í móti á Demantamótaröðinni. iben@mbl.is