Hæstiréttur staðfesti í gær fjögurra ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru fyrir nauðgun. Mönnunum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna í miskabætur. Þeir neituðu sök.

Hæstiréttur staðfesti í gær fjögurra ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru fyrir nauðgun. Mönnunum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna í miskabætur. Þeir neituðu sök.

Mennirnir, Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski, fæddir 1980 og 1981, óku framhjá fórnarlambi sínu, ungri konu, þar sem hún var á leið um Snorrabraut og hugðist fara að verslun við Barónsstíg á áttunda tímanum 16. október sl., sem var sunnudagur. Konan sagði að þeir hefðu ávarpað hana á ensku og boðist til þess að aka henni að versluninni. Af því varð ekki því ökumaðurinn ók að Reykjavíkurflugvelli þar sem hann stöðvaði bifreiðina.

Mennirnir réðust þar á konuna með ofbeldi og neyddu til kynferðismaka í bifreiðinni. Konan reyndi að telja þeim trú um að hún væri HIV-smituð, til þess að fá þá til að hætta, auk þess sem hún öskraði. Ökumaðurinn tók hana hálstaki og sló hana í andlitið.

Þótti sannað að mennirnir hefðu þvingað konuna til kynferðismaka með ofbeldi.