Hrein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 20,4 ma.kr í apríl sl., eða um 1%. Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst eign sjóðanna að jafnaði um 40 ma.kr í mánuði hverjum. Hrein eign sjóðanna hefur aukist um 12,8% undanfarna 12 mánuði.

Hrein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 20,4 ma.kr í apríl sl., eða um 1%. Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst eign sjóðanna að jafnaði um 40 ma.kr í mánuði hverjum. Hrein eign sjóðanna hefur aukist um 12,8% undanfarna 12 mánuði. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna minni, eða sem nemur um 6%. Raunávöxtun eigna þeirra hefur þó verið öllu lakari enda nema iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga mun hærri fjárhæð en greiðslur til lífeyrisþega og úttektir séreignarsparnaðar.

Þetta kom fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær.