Metfjöldi þátttakenda verður á fyrsta stigamóti sumarsins í strandblaki sem hófst í Fagralundi í gærkvöldi og stendur yfir fram á sunnudag. Alls eru 29 lið skráð til leiks, eða 58 keppendur.

Metfjöldi þátttakenda verður á fyrsta stigamóti sumarsins í strandblaki sem hófst í Fagralundi í gærkvöldi og stendur yfir fram á sunnudag. Alls eru 29 lið skráð til leiks, eða 58 keppendur.

Keppt er í A-deildum karla og kvenna á morgun þar sem karlarnir ríða á vaðið kl. 9 en áætlað er að konurnar hefji leik kl. 11:30. Úrslitaleikir eru áætlaðir kl. 19. Einar Sigurðsson varð stigameistari í karlaflokki í fyrra og hefur því titil að verja en hann leikur með félaga sínum úr HK, Brynjari Péturssyni, á morgun. Þær Hjördís Eiríksdóttir, Svala Guðmundsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir deildu titlinum í kvennaflokki í fyrra. Hjördís og Svala eru báðar skráðar til leiks í þessu fyrsta stigamóti sumarsins. sindris@mbl.is