Skjálfti Sirra Sigrún Sigurðardóttir sýnir í Hafnarhúsi.
Skjálfti Sirra Sigrún Sigurðardóttir sýnir í Hafnarhúsi. — Morgunblaðið/Heiðar
Myndlistarkonan Sirra Sigrún Sigurðardóttir opnaði í gær sýninguna Tremors í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.

Myndlistarkonan Sirra Sigrún Sigurðardóttir opnaði í gær sýninguna Tremors í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin er sú fyrsta í röð einkasýninga á vegum gallerísins Kling & Bang og ber röðin yfirskriftina The Demented Diamond of Kling & Bang's Confected Video Archive.

Sýning Sirru er fjölrása myndbanda- og hljóðinnsetning og sýnir Selfyssinga tjá sig með hreyfingum og tali um jarðskjálftann sem reið yfir heimabæinn árið 2008, átti upptök sín suðvestur af bænum. Þá tjá þeir sig einnig um efnahagshrunið sem varð í október sama ár.