Fjallað er um íslenskt leikhúslíf í vorhefti leikhúsritsins Western European Stages sem gefið er út af Martin E. Segal Theatre Center sem heyrir undir The City University of New York, í grein sem ber yfirskriftina Theatre in Iceland, Winter 2011.
Fjallað er um íslenskt leikhúslíf í vorhefti leikhúsritsins Western European Stages sem gefið er út af Martin E. Segal Theatre Center sem heyrir undir The City University of New York, í grein sem ber yfirskriftina Theatre in Iceland, Winter 2011. Greinina ritar Steve nokkur Earnest. Í greininni fjallar Earnest m.a. um velgengni leikhópsins Vesturports sem tók við Evrópsku leiklistarverðlaununum í Pétursborg í fyrra og mikla aðsókn að íslenskum leikhúsum veturinn 2010-11, þrátt fyrir kreppu. Starf Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins sé hvað mest áberandi í íslensku leikhúslífi. Fjallað er ítarlega um uppsetningar Borgarleikhússins fyrrnefndan vetur og þá m.a. á söngleiknum Galdrakarlinum í Oz sem Earnest segir líklega þá mest spennandi sem leikhúsið hafi sett upp og gallalausa. Earnest segir Þjóðleikhúsið hafa fært á svið afar mörg öflug verk í desember í fyrra og hafi hvað mest spenna ríkt fyrir uppsetningu þess á Vesalingunum. Nefnir hann fleiri verk, m.a. Svartan hund prestsins og Elsku barn. Þá segir Earnest undir lok greinar það aðdáunarvert að nær öll íslensk börn yfir tveggja ára aldri fari minnst einu sinni á ári í leikhús.