Rosicky fór á kostum fyrir Arsenal í vor.
Rosicky fór á kostum fyrir Arsenal í vor. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tékkar hafa undanfarin 15 ár átt marga stórskemmtilega fótboltamenn sem flestir komust í kastljósið á EM 1996 á Englandi. Liðið hafði á að skipa framtíðarstjörnum á borð við Pavel Nedved, Patrik Berger, Karel Poborsky og Radek Bejbl.
Tékkar hafa undanfarin 15 ár átt marga stórskemmtilega fótboltamenn sem flestir komust í kastljósið á EM 1996 á Englandi. Liðið hafði á að skipa framtíðarstjörnum á borð við Pavel Nedved, Patrik Berger, Karel Poborsky og Radek Bejbl. Síðar bættust Jan Koller og markahrókurinn Milan Baros við og héldu merki liðsins á lofti. Hin síðustu ár hefur helsta tromp liðsins verið Tomas Rosicky og það mun mæða einna mest á honum og Baros á EM í sumar. Þessir tveir eiga samtals 64 af 94 mörkum sem núverandi leikmenn liðsins hafa skorað fyrir landsliðið og því talsvert undir þeim komið hvernig liðinu reiðir af. Baros á hins vegar sína bestu spretti fyrir landsliðið og Rosicky hefur verið í fantaformi fyrir Arsenal eftir áramót og ekki við öðru að búast en hann mæti með sama eldinn í æðum á Evrópumótið. Nái Petr Cech að lemja saman varnarlínuna við teiginn ættu Tékkar að hafa það sem þarf til að komast upp úr riðlinum en þeir eru óneitanlega með eggin í helst til fáum körfum.