Jóhanna Ruth Birgisdóttir fæddist í Hafnarfirði 14. júní 1970. Hún varð bráðkvödd 2. maí 2012.

Foreldrar hennar eru hjónin Birgir Brynjólfsson, f. 1. júlí 1940, og Viktoría Björk Vilhjálmsdóttir, f. 29. nóvember 1942. Systkini Jóhönnu eru Brynja Birgisdóttir, f. 19. nóvember 1962, Anna María Birgisdóttir, f. 19. september 1967, og Vilhjálmur Birgisson, f. 29. ágúst 1978, d. 2. apríl 1988.

Börn Jóhönnu eru Arnar Þór Haraldsson, f. 16. janúar 1985, Viktoría Björk Haraldsdóttir, f. 16. október 1987, d. 16. október 1987, Anna Lilja Jóhönnudóttir, f. 27. apríl 1989, Aron Ágúst Birgisson f. 30. mars 1992, og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, f. 8. mars 1997.

Útför Jóhönnu fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 11. maí 2012.

Við viljum minnast okkar elskulegu vinkonu með söknuði, en umfram allt með þakklæti.

Jóhanna var smávaxin en við vorum fljótar að finna hversu stórt hjarta hún hafði og nutum við góðs af því allan þann tíma sem við áttum með henni.

Hún var líka þessi listakokkur sem gerði hvern dag einstakan.

Það er ekki hægt annað en að brosa og hugsa með hlýju til síðustu jóla, þau voru dásamlegur tími. Jóhanna sá til þess með dugnaði sínum og skynsemi.

Við sendum ástvinum Jóhönnu okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Elena og Dagmar.