Þorláksbúð Í byggingu í vetur.
Þorláksbúð Í byggingu í vetur.
Þorláksbúðarfélagið er búið að skila yfirliti ársreikninga til Ríkisendurskoðunar. Reikningunum var skilað í síðustu viku og er verið að vinna úr þeim. Ekki er vitað hvað það tekur langan tíma samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun.

Þorláksbúðarfélagið er búið að skila yfirliti ársreikninga til Ríkisendurskoðunar. Reikningunum var skilað í síðustu viku og er verið að vinna úr þeim. Ekki er vitað hvað það tekur langan tíma samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun.

Stofnunin þurfti að margítreka við Þorláksbúðarfélagið að skila yfirliti ársreikninga. Ríkið hefur veitt 9,5 milljónir til framkvæmdanna frá árinu 2008. Ríkisendurskoðun óskaði eftir ársreikningum í þeim tilgangi að fá það staðfest að peningarnir hefðu farið í það sem þeir voru veittir til.

Árni Johnsen, forsvarsmaður Þorláksbúðarfélagsins, sagði í Morgunblaðinu í byrjun maímánaðar að Skálholtsstaður og Skálholtsskóli önnuðust fjármálahlið Þorláksbúðarverkefnisins.