Torres - smellur eða skellur á EM?
Torres - smellur eða skellur á EM? — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Besta landslið undanfarinna ára, núverandi heims- og Evrópumeistarar Spánverja, hefur leik í C-riðli. Ekki einasta hafa leikmennirnir leikið saman um árabil heldur er byrjunarlið Spánar nærfellt í heild sinni skipað leikmönnum Barcelona og Real Madrid.
Besta landslið undanfarinna ára, núverandi heims- og Evrópumeistarar Spánverja, hefur leik í C-riðli. Ekki einasta hafa leikmennirnir leikið saman um árabil heldur er byrjunarlið Spánar nærfellt í heild sinni skipað leikmönnum Barcelona og Real Madrid. Meðal annarra eru David Silva hjá Manchester City, Santi Cazorla hjá Malága, Fernando Llorente hjá Athletic de Bilbao og Juan Mata hjá Chelsea. Að sönnu skuggalegt mannval og ekki einu sinni allir upp taldir. Í fjarveru Davids Villa, helsta sóknartrompsins undanfarin ár, munu augu allra beinast að Fernando nokkrum Torres – er hann búinn eða náði Roberto Di Matteo að vekja hann aftur til lífsins á síðustu vikum tímabilsins hjá Chelsea? Vopnabúr Spánverjanna er reyndar ríflegt jafnvel þótt „El Niño“ finni ekki taktinn, og það segir sitt að hinn frábæri Iker Muniain hjá Bilbao komst ekki í hópinn. Við blasir að „La Furia Roja“ kemst langt. Liðið er einfaldlega alltof gott til annars og gæti vel farið alla leið.