Bandaríska kauphöllin Nasdaq hefur boðið hluthöfum samfélagsmiðilsins Facebook 40 milljónir dollara (5,2 milljarða króna) í skaðabætur vegna bilunar í tölvukerfi kauphallarinnar daginn sem bréfin voru skráð á markað.

Bandaríska kauphöllin Nasdaq hefur boðið hluthöfum samfélagsmiðilsins Facebook 40 milljónir dollara (5,2 milljarða króna) í skaðabætur vegna bilunar í tölvukerfi kauphallarinnar daginn sem bréfin voru skráð á markað. Bilunin olli því að sumir fjárfestar gátu ekki keypt bréf um morguninn eða selt þau seinna um daginn. Fjárhæðin á að bæta þessum fjárfestum fjárhagstjónið. Þetta kemur fram í frétt BBC.

helgivifill@mbl.is