Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands um að gengistryggt lán sem hjón tóku hjá Íslandsbanka í ársbyrjun 2008 hafi verið í erlendri mynt. Þeim er gert að greiða bankanum 12,4 milljónir ásamt dráttarvöxtum. Í dómi Hæstaréttar segir m.a.

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands um að gengistryggt lán sem hjón tóku hjá Íslandsbanka í ársbyrjun 2008 hafi verið í erlendri mynt. Þeim er gert að greiða bankanum 12,4 milljónir ásamt dráttarvöxtum.

Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að við úrlausn þess hvort um gilt lán í erlendum gjaldmiðlum sé að ræða eða ólögmætt gengistryggt lán í íslenskum krónum verði að líta til heitis skuldabréfsins en fyrirsögn þess er: „Skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum.“