[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ítalska hönnunarhúsið Etro sýndi herralínu sína fyrir vor/sumar 2013 í vikunni sem leið á tískuvikunni í Mílanó.
Ítalska hönnunarhúsið Etro sýndi herralínu sína fyrir vor/sumar 2013 í vikunni sem leið á tískuvikunni í Mílanó. Línan, sem hönnuð er af Kean Etro, bar vitni sterkum áhrifum af fatnaði frá löndum við botn Miðjarðarhafs og laus snið og létt efni prýdd margskonar mynstrum voru allsráðandi. Sjálfur hefur hönnuðurinn látið hafa eftir sér þau frægu ummæli að fólk sem klæðist svörtu sé hrætt við að lifa lífinu til fulls. Af því má ráða að hann hugsi umrædda línu fyrir lífsglaða herra. Hörefni, sem hefur í auknum mæli rutt sér til rúms hin seinni ár, var ríkjandi og því aldrei að vita nema hin arabísku áhrif verði fyrirferðarmeiri á komandi árum.