Það er tvennt ólíkt, hörpuskel og risahörpuskel. Sú síðarnefnda bragðast betur, býður upp á fleiri möguleika í matreiðslu og er umtalsvert flottari þegar hún er komin á diskinn.

Það er tvennt ólíkt, hörpuskel og risahörpuskel. Sú síðarnefnda bragðast betur, býður upp á fleiri möguleika í matreiðslu og er umtalsvert flottari þegar hún er komin á diskinn.

Það er alltaf gott að vefja hráskinku utan um risahörpuskel og grilla í ofni, og ennþá betra að útbúa pestó með.

Skelfiskur

risahörpuskel

hráskinka

salt

pipar

Hörpuskel skoluð í köldu vatni, þerruð vel og léttkrydduð með salti og pipar. Hráskinkusneið vafið um hverja hörpuskel og þeim raðað í grunnt eldfast mót með hvítuna upp.

Pestó

sólþurrkaðir tómatar

svartar ólífur, steinlausar

basilíka, fersk

ólífuolía, extra virgin

pipar

Öllu skellt í góðan blandara og maukið sett ofan á hörpuskelina með teskeið. Grillað í ofni við 180 gráður í um það bil 15 mínútur, passa að ofelda ekki.

Best með rucola-salati og balsamik-dressingu; ólífuolíu, balsamik-ediki, dijon-sinnepi, hunangi, hvítlauk, salti og pipar.

beggo@mbl.is