Prjón Cooperative Press prjónabókaútgáfan varð til fyrir netið.
Prjón Cooperative Press prjónabókaútgáfan varð til fyrir netið.
Shannon Okey, í Cleveland í Bandaríkjunum, dó ekki ráðalaus þegar bankinn neitaði henni um lánafyrirgreiðslu til að setja á fót prjónabókaútgáfu.

Shannon Okey, í Cleveland í Bandaríkjunum, dó ekki ráðalaus þegar bankinn neitaði henni um lánafyrirgreiðslu til að setja á fót prjónabókaútgáfu. Leitaði hún á náðir internetsins þar sem hún nýtti sér eina af fjölmörgum vefsíðum sem upp hafa sprottið og aðstoða frumkvöðla við að afla fjár til að koma fyrirtækjum sínum á laggirnar. Notaðist hún við Kickstarter.com og árangurinn lét ekki á sér standa. Á innan við mánuði höfðu 283 fjárfestar lagt til það sem þurfti, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Tveimur árum síðar rekur Shannon útgáfuna Cooperative Press við góðan orðstír.

Bandarísk stjórnvöld vinna nú að því innleiða lög í landinu sem auðvelda almenningi að leggja smáar fjárhæðir í sprotafyrirtæki með þessum hætti en hingað til hafa fjárfestingarnar takmarkast við fagfjárfesta.