28. júní 1959 María Andrésdóttir í Stykkishólmi neytti kosningaréttar í alþingiskosningum, 100 ára að aldri, og vakti það mikla athygli. Hún kom gangandi á kjörstað. María varð 106 ára. 28.

28. júní 1959

María Andrésdóttir í Stykkishólmi neytti kosningaréttar í alþingiskosningum, 100 ára að aldri, og vakti það mikla athygli. Hún kom gangandi á kjörstað. María varð 106 ára.

28. júní 1977

Stór stafur var aftur tekinn upp í þjóðaheitum og nöfnum á íbúum landa og landshluta þegar menntamálaráðuneytið gaf út auglýsingu um breytingar á þriggja ára gömlum reglum um íslenska stafsetningu.

28. júní 2008

Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós héldu útitónleika í Laugardal í Reykjavík undir heitinu Náttúra. Tugir þúsunda komu í dalinn og milljónir fylgdust með á vefnum.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.