Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi eiganda, framkvæmdastjóra og stjórnarmann einkahlutafélagsins North Bygg í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert honum að greiða 31,5 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi eiganda, framkvæmdastjóra og stjórnarmann einkahlutafélagsins North Bygg í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert honum að greiða 31,5 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot.Maðurinn var ákærður fyrir að standa ekki skil á skilagreinum einkahlutafélagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma á samtals 13 mánuðum á tímabilinu 2008 -2010.

Einnig fyrir að standa ekki ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins, vegna greiðslutímabilanna september rekstrarárið 2008 til og með mars rekstrarárið 2010.

Upphæðin sem ekki var greidd nam 15.729.530 kr.

vidar@mbl.is