— Morgunblaðið/Kristinn
Agnes M. Sigurðardóttir, nývígður biskup, tók í gær við lyklum að Dómkirkjunni og Biskupsstofu úr hendi Karls Sigurbjörnssonar, fráfarandi biskups Íslands. Lyklarnir voru afhentir við lok Prestastefnu 2012 í Dómkirkjunni í gær.
Agnes M. Sigurðardóttir, nývígður biskup, tók í gær við lyklum að Dómkirkjunni og Biskupsstofu úr hendi Karls Sigurbjörnssonar, fráfarandi biskups Íslands. Lyklarnir voru afhentir við lok Prestastefnu 2012 í Dómkirkjunni í gær. Agnes tekur formlega við embætti biskups Íslands næstkomandi sunnudag, 1. júlí. Hún hefur nú flutt heimili sitt í biskupsgarð, embættisbústað biskups við Bergstaðastræti.