— Morgunblaðið/Ómar
Verulega dró úr veltunni með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við aprílmánuð. Þannig nam veltan tæplega 2,2 milljörðum kr. í maí en hún var rúmlega 9 milljarðar kr. í apríl. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Verulega dró úr veltunni með atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við aprílmánuð. Þannig nam veltan tæplega 2,2 milljörðum kr. í maí en hún var rúmlega 9 milljarðar kr. í apríl.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Þar segir að í maí var 63 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst í borginni eða fimm fleiri samningum en í apríl þegar fjöldi samninga var 58 talsins.

Hins vegar jókst veltan með atvinnuhúsnæði töluvert utan höfuðborgarsvæðisins eða úr 631 milljón kr. í apríl og upp í 1.462 milljónir kr. í maí.