Sjálfumgleði Samkvæmt bandarískri rannsókn eru aðdáendur The Office sjálfumglaðir.
Sjálfumgleði Samkvæmt bandarískri rannsókn eru aðdáendur The Office sjálfumglaðir.
Fyrir nokkrum árum birtist grein í New York Post þar sem sjónvarpsáhorfendur voru hræddir með því að eftirlætissjónvarpsþátturinn gæti sagt ýmislegt um persónuleikann. Var vitnað til rannsóknar sem amerísk birtingastofa lét gera á 25.

Fyrir nokkrum árum birtist grein í New York Post þar sem sjónvarpsáhorfendur voru hræddir með því að eftirlætissjónvarpsþátturinn gæti sagt ýmislegt um persónuleikann. Var vitnað til rannsóknar sem amerísk birtingastofa lét gera á 25.000 sjónvarpsáhorfendum.

Niðurstöðurnar voru meðal annars þær að umhyggjusamir einstaklingar héldu upp á spjallþætti eins og Rachel Ray og Oprah. Þeir sem horfðu á Mad Men reyndust flestir vera skapandi og tilfinningalega næmir einstaklingar.

Glee-aðdáendur voru víðsýnir. Þeir sem horfðu á The Office reyndust eiga margt sameiginlegt með aðalhetjunni – með þá ranghugmynd í kollinum að þeir væru öðrum æðri.

Áhorfendur The Biggest Loser voru svo raunsærri en þeir sem horfðu frekar á annað efni.

Þessar niðurstöður eru mér ekki í hag þar sem það eina sem mér hugnast af þessu er The Office sem er jafnframt eini þátturinn sem gefur í skyn neikvæða eiginleika. Það er reyndar spennandi verkefni að leggjast í svona sálgreiningar. Ameríka var auðvitað ekki með mína þætti til athugunar en þeir eru hér um bil allir þættirnir á ÍNN.

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Höf.: Júlía Margrét Alexandersdóttir