Nýtt offitulyf er væntanlegt.
Nýtt offitulyf er væntanlegt.
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin heimilaði í gær sölu á nýju offitulyfi. Þrettán ár eru liðin frá því slíkt lyf kom síðast á markað í Bandaríkjunum.

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunin heimilaði í gær sölu á nýju offitulyfi. Þrettán ár eru liðin frá því slíkt lyf kom síðast á markað í Bandaríkjunum.

Lyfjafyrirtækið Arena Pharmaceuticals framleiðir lyfið, sem verður selt undir nafninu Belviq. Lyfjastofnunin segir í tilkynningu, að lyfið verki á sameindir í heilanum og dragi úr matarlyst.

Rannsóknir sýndu, að sjúklingar sem notuðu lyfið léttust að jafnaði um 3-3,7% meira á ári en sambærilegur hópur, sem notaði lyfleysu.

Lyfið er ætlað þeim, sem þjást af offitu og að minnsta kosti einum sjúkdómi sem rekja má til offitu, svo sem háum blóðþrýstingi, sykursýki 2 eða of miklu kólesteróli í blóði.