Hybris. N-NS Norður &spade;Á7 &heart;KDG103 ⋄K5 &klubs;9874 Vestur Austur &spade;G6 &spade;10954 &heart;Á972 &heart;8654 ⋄G10932 ⋄8764 &klubs;32 &klubs;Á Suður &spade;KD832 &heart;-- ⋄ÁD &klubs;KDG1065 Suður spilar 7&klubs; dobluð.

Hybris. N-NS

Norður
Á7
KDG103
K5
9874
Vestur Austur
G6 10954
Á972 8654
G10932 8764
32 Á
Suður
KD832
--
ÁD
KDG1065
Suður spilar 7 dobluð.

Almennt vafðist ekki fyrir keppendum EM að ná 6, þrátt fyrir tvo ása úti. En þrjú pör opna flokksins gerðu betur en vel – sögðu 7. Fantoni og Nunes voru í þeim vafasama hópi.

Nunes í norður opnaði á 12-14 punkta grandi. Skiptingin er andgrandleg, en innan veggja í þeirra skrýtna kerfi. Fantoni spurði með 2, fékk upp hjarta og sýndi þá lauf eðlilega með 3. Nunes ítrekaði hjartalitinn, en Fantoni fastsetti laufið með 4. Þrjár fyrirstöðusagnir fylgdu í kjölfarið (4, 4 og 4), síðan komu 4G frá suðri. Ekki er ljóst af mótsgögnum hvað sú sögn merkir, en alla vega svaraði Nunes með 5. Fantoni hækkaði í 6 og ...Nunes lyfti í 7!?

Misskilningur? Varla, frekar oflæti. Grandopnarinn er í hlutverki hins innrammaða þræls og má undir engum kringumstæðum taka sér húsbóndavald.