Kók Ætlar að fjárfesta á Indlandi.
Kók Ætlar að fjárfesta á Indlandi.
Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola ætlar, ásamt átöppunarfyrirtækjum sínum, að fjárfesta fyrir fimm milljarða Bandaríkjadala, 633 milljarða króna, á Indlandi.

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola ætlar, ásamt átöppunarfyrirtækjum sínum, að fjárfesta fyrir fimm milljarða Bandaríkjadala, 633 milljarða króna, á Indlandi. Vonast fyrirtækið til þess að með þessu geti það aukið markaðshlutdeild sína þar í landi.

Samkvæmt frétt BBC verður fjárfestingunni dreift á átta ár en þetta er þremur milljörðum dala meiri fjárfesting en áður hafði verið tilkynnt.

Indland er sá markaður sem vex einna hraðast í heiminum og sala á kóki hefur vaxið þar hratt. Þrátt fyrir það er markaðshlutdeild helsta keppinautarins, Pepsi, meiri á Indlandi en kóks, eða 15% á móti 9% hjá kóki.