Frank de Boer
Frank de Boer
Frank de Boer, fyrrum landsliðsmaður Hollendinga í knattspyrnu og nú þjálfari Hollandsmeistara Ajax sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með, segist ekki átta sig á því hvað varð til þess að Hollendingum gekk svona illa á Evrópumótinu sem raun bar vitni.

Frank de Boer, fyrrum landsliðsmaður Hollendinga í knattspyrnu og nú þjálfari Hollandsmeistara Ajax sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með, segist ekki átta sig á því hvað varð til þess að Hollendingum gekk svona illa á Evrópumótinu sem raun bar vitni.

Margir spáðu því að Hollendingar yrðu í baráttunni um titilinn en þeir töpuðu öllum sínum leikjum og fóru heim með skottið á milli lappanna.

„Eins og aðrir 16 milljónir Hollendinga þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Hvað var öðruvísi nú og fyrir tveimur árum? Ég veit það ekki en það var eitthvað sem var ekki í lagi,“ sagði De Boer við fréttamenn í gær.

De Boer var aðstoðarmaður Berts Van Marwikjs landsliðsþjálfara á HM fyrir tveimur árum þegar Hollendingar töpuðu fyrir Spánverjum í framlengdum úrslitaleik. gummih@mbl.is