Helgi Sveinsson
Helgi Sveinsson
Helgi Sveinsson náði bestum árangri Íslendinga það sem af er Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum í Hollandi í gær. Hann kastaði þá spjóti 46,52 metra í flokki F42 og stórbætti sinn fyrri árangur um rúma 11 metra.

Helgi Sveinsson náði bestum árangri Íslendinga það sem af er Evrópumeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum í Hollandi í gær. Hann kastaði þá spjóti 46,52 metra í flokki F42 og stórbætti sinn fyrri árangur um rúma 11 metra. Þar með náði hann sér í silfurverðlaun en þetta eru önnur verðlaun Íslendinga því áður hafði Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir fengið brons í langstökki í flokki F37. Runar Steinstad tók gullið með 47,94 metra kasti í síðustu tilraun sinni.

Helgi keppti einnig í 200 metra hlaupi en tók því rólega vegna langstökkskeppni í dag. Hann kom í mark á 38,96 sekúndum.

Ingeborg Eide Garðarsdóttir úr FH varð í 5. sæti í kringlukasti með 16,31 metra kasti. sindris@mbl.is