Opið plan sem tengir eldhús, borðstofu og setustofu gengur frábærlega upp. Rýmin hafa ákveðna afmörkun en heildin er þó ekki rofin með milliveggjum.
Opið plan sem tengir eldhús, borðstofu og setustofu gengur frábærlega upp. Rýmin hafa ákveðna afmörkun en heildin er þó ekki rofin með milliveggjum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
A rkitektastofan Shaun Lockyer hannaði lekkert einbýli við Browne Street í Brisbane í Ástralíu. Húsið er nútímalegt og smart, tvílyft og kassalaga. Efnisvalið er vandað og er viður áberandi bæði innanhúss og utan.

A rkitektastofan Shaun Lockyer hannaði lekkert einbýli við Browne Street í Brisbane í Ástralíu. Húsið er nútímalegt og smart, tvílyft og kassalaga. Efnisvalið er vandað og er viður áberandi bæði innanhúss og utan. Til þess að brjóta upp formið og gera húsið sérlega smart er eyjan í eldhúsinu marmaraklædd. Það kemur ákaflega vel út á móti svartri innréttingu sem nær upp í loft. Svarta innréttingin og marmarinn myndu kannski virka kuldalega ef viðarklædd gólfin væru ekki höfð á móti.

Húsið er búið sérstaklega skemmtilegum húsgögnum og setur ljósið frá Moooi, sem hannað var af Monkey Boys, sérstaklega fallegt yfirbragð á opna rýmið. Auk þess er heillandi hvernig útisvæðið rennur saman við heimilið sjálft án mikils rembings. Því miður er yfirleitt það kalt í veðri á Íslandi að slík brögð virka yfirleitt ekki nema útisvæðin séu sérstaklega hituð upp. Allt rimlaverkið í húsinu kemur vel út og skapar dularfulla stemningu.

martamaria@mbl.is