Freyja Haraldsdóttir Vill að alþingismenn bregðist við og breyti lögum um aðstoð við fatlaða í kjörklefum.
Freyja Haraldsdóttir Vill að alþingismenn bregðist við og breyti lögum um aðstoð við fatlaða í kjörklefum. — Morgunblaðið/Golli
„Ég mun ekki fara af kjörstað fyrr en þeir þvinga mig til þess,“ segir Freyja Haraldsdóttir, en hún mun ekki taka þátt í forsetakosningunum n.k. laugardag ef aðstoðarkonur hennar fá ekki að aðstoða hana í kjörklefanum.

„Ég mun ekki fara af kjörstað fyrr en þeir þvinga mig til þess,“ segir Freyja Haraldsdóttir, en hún mun ekki taka þátt í forsetakosningunum n.k. laugardag ef aðstoðarkonur hennar fá ekki að aðstoða hana í kjörklefanum.

Freyja sendi öllum alþingismönnum bréf á dögunum þar sem hún vakti athygli á „þeim alvarleika sem felst í því að neita fötluðum, sem þurfa aðstoð í kjörklefum, að velja sína eigin aðstoðarmanneskju í leynilegum lýðræðislegum kosningum“.

Tryggt samkvæmt samningi SÞ

Freyja vísar til samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en þar segir að aðildarríkin skuli tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til að njóta þeirra til jafns við aðra.

„Ég hef t.d. lent í því að nágranni minn sem var í kjörstjórn þurfti að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég vil ekkert að hún viti hvað ég kýs,“ segir Freyja. pfe@mbl.is