ESA Ríkisaðstoð til Íslandsbanka brýtur ekki gegn EES samningnum.
ESA Ríkisaðstoð til Íslandsbanka brýtur ekki gegn EES samningnum. — Morgunblaðið/Kristinn
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ríkisaðstoð sem veitt var til endurskipulagningar Íslandsbanka árið 2008.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ríkisaðstoð sem veitt var til endurskipulagningar Íslandsbanka árið 2008. Hafði stofnunin haft málið til rannsóknar í kjölfar hruns fjármálakerfisins hér á landi það ár, segir í tilkynningu, en aðstoðin hafði verið veitt áður en hún var tilkynnt ESA. Kemst eftirlitsstofnunin að þeirri niðurstöðu nú, eftir ítarlegt mat á lokaáætlun um endurskipulagningu bankans, að umræddar ráðstafanir feli í sér ríkisaðstoð sem þó sé samrýmanleg reglum EES-samningsins. Er þar með lokið einu af veigamestu málunum sem ESA hefur haft til rannsóknar í kjölfar hrunsins á Íslandi 2008, segir jafnframt í tilkynningu.