[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Heldur þykir Sófakartöflunni kosningabaráttan um forsetaembættið bragðdauf. Spennustigið um úrslitin er í besta falli miðlungshátt og fjórir frambjóðendur af sex eiga ekki nokkurn séns.
Heldur þykir Sófakartöflunni kosningabaráttan um forsetaembættið bragðdauf. Spennustigið um úrslitin er í besta falli miðlungshátt og fjórir frambjóðendur af sex eiga ekki nokkurn séns. Einhvern tímann hefðu sjónvarpskappræður frambjóðenda þótt ómissandi efni en í þetta sinn er því farið á annan veg. Stöð 2 hafði ekki meiri trú á útsendingu sinni frá téðum kappræðum en svo að þær voru settar á sama tíma og bein útsending frá leik í 8 liða úrslitum í Evrópukeppninni í fótbolta sem fram fer í Póllandi og Úkraínu. Óþarfi er að fjölyrða um vinsældir þess sjónvarpsefnis og því sætir tímasetningin á kappræðunum furðu enda hefur Sófakartaflan ekki haft spurnir af neinum sem kappræðurnar sá.