Michelle Yeoh og Luc Besson ræða myndina The Lady við blaðamenn.
Michelle Yeoh og Luc Besson ræða myndina The Lady við blaðamenn. — AFP
Eins og flestir ættu að vita núorðið hefur herforingjastjórnin í Mjanmar, áður Búrma, látið andófskonuna Aung San Suu Kyi lausa eftir áralanga vist í stofufangelsi.
Eins og flestir ættu að vita núorðið hefur herforingjastjórnin í Mjanmar, áður Búrma, látið andófskonuna Aung San Suu Kyi lausa eftir áralanga vist í stofufangelsi. Henni var gefið að sök að vinna gegn kúgun téðrar herforingjastjórnar, nokkuð sem hún gekkst fúslega við enda lífskjör íbúa hin bágustu undir járnhæl ráðamanna. Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Luc Besson hefur gert mynd um Suu Kyi og baráttu hennar, og nefnist hún „The Lady“. Myndin var frumsýnd í Japan í fyrradag og við það tækifæri spjallaði leikstjórinn við blaðamenn að sýningu lokinni. Með honum er aðalleikkona myndarinnar, Michelle Yeoh, sem glöggir þekkja úr Bond-myndinni „Tomorrow Never Dies“ frá 1997. Fyrir kvikmyndaáhugafólk verður áhugavert að sjá herlegheitin því Besson er sem kunnugt er þekktastur fyrir stílfærðar myndir þar sem útlit og afþreyingargildi er í fyrirrúmi. Kannski „The Lady“ sé skref í þá átt að öðlast frekari viðurkenningu sem leikstjóri? Hver veit?