Flottir Teitur og Hróarskelda efst ungmenna.
Flottir Teitur og Hróarskelda efst ungmenna. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir Sjóður frá Kirkjubæ hlaut 8,88 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Þórunn Kristjánsdóttir

Sjóður frá Kirkjubæ hlaut 8,88 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Sjóður er undan Sæ frá Bakkakoti og Hróðsdótturinni Þyrnirós frá Kirkjubæ sem er með 8,46 í aðaleinkunn. Guðmundur Björgvinsson sýndi Sjóð og móður hans Þyrnirós.

Arion frá Eystra-Fróðholti hlaut 8,78 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir tölt. Hann er einnig undan Sæ og Óðsdótturinni Glettu frá Bakkakoti. Alsystur hans standa einnig ofarlega í sínum flokkum; Spá er önnur í flokki sex vetra hryssna og Glíma og Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir eru þriðju eftir forkeppni í ungmennaflokki.

Þriðji er Eldur frá Torfunesi undan Mætti og Eldingu frá sama bæ. Hann hlaut 8,25 fyrir hæfileika og lækkaði töluvert.

Spennan verður mikil í yfirlitinu þar sem flestir eiga töluvert inni og gæti því röðunin riðlast. Sjóður varð efstur í flokki 4 vetra stóðhesta á landsmótinu í Skagafirði og eflaust er stefnan tekin á efsta sætið í fimm flokki stóðhesta í Reykjavík.

Hrannar fékk 9 fyrir tölt, stökk og fegurð í reið

Hrannar frá Flugumýri II er efstur í flokki sex vetra stóðhesta með einkunnina 8,58, þar af 9 fyrir tölt, stökk og fegurð í reið. Hann lækkar fyrir hæfileika, því hann var með 9,17. Hrannar er undan Krafti frá Bringu og Hendingu frá Flugumýri. Sýnandi er Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Annar er Víkingur frá Ási 2 með 8,49, undan Ófeigi frá Þorláksstöðum. Sýnandi Sigurður Óli Kristinsson. Ein komma skilur hann frá næsta hesti, Álfasteinssyninum Glitni frá Eikarbrekku. Sýnandi Jakob Svavar Sigurðsson. Sá fjórði er Gárasonurinn Krókur frá Ytra-Dalsgerði með 8,46. Sýnandi Anna Valdimarsdóttir. Yfirlitið hefst í dag klukkan 16.

Stáli frá Kjarri stendur fyrir sínu

Þrjár af fimm efstu hryssum í fjögurra vetra flokki eru undan Galsasyninum Stála frá Kjarri.

Hryssurnar eru nokkuð jafnar og örfáar kommur skilja á milli þeirra. Tvær hryssur eru jafnar með 8,24 í aðaleinkunn; Stáladóttirin Pála frá Hlemmiskeiði 3 undan Gustsdótturinni Dóru frá sama bæ og Gýgja frá Blesastöðum 1A undan Krák frá Blesastöðum 1A. Þórður Þorgeirsson sýndi þær báðar.

Þriðja er Komma frá Ytra-Vallholti undan Vilmundi frá Feti með 8,23. Stáladæturnar Hnit frá Koltursey og Mónika frá Miðfelli 5 koma þar á eftir. Fjórar af fimm efstu eru alhliða hryssur og hlutu Komma og Pála 9 fyrir skeið.

Klárhryssan Mónika vakti athygli fyrir einstaklega fallegt tölt og hlaut hún 9,5 fyrir það. Ekki mörg fjögurra vetra hross hafa náð þeim áfanga.

Spennandi verður að sjá hvort hryssurnar hækki í yfirlitinu sem hefst í dag klukkan 8.

Mikill töffaraskapur á brautinni

Hrímnir frá Ósi og Loki frá Selfossi eru hnífjafnir á toppnum í B-flokki með einkunnina 8,89. Þriðji er Glóðafeykir frá Halakoti og ræktandi hans, Einar Öder Magnússon, sem fóru um brautina af miklum töffaraskap. Álfur frá Selfossi og eigandi hans Cristina Lund eru fjórðu.

Mikill kraftur og útgeislun var einkennandi fyrir allar sýningarnar þrátt fyrir eitt óhapp. Góð stemning var í blíðunni og áhorfendur voru ekki ragir við að sýna hrifningu sína. 15 hestar láta sjá sig í A- og B-úrslitum um helgina.

1. Hrímnir frá Ósi 8,89

2. Loki frá Selfossi 8,89

3. Glóðafeykir frá Halakoti 8,74

4. Álfur frá Selfossi 8,7

5. Freyðir frá Leysingja-

stöðum II 8,63

6. Sveigur frá Varmadal 8,60

7. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 8,59

8. Hlekkur frá Þingnesi 8,58

9. Esja frá Kálfholti 8,58

10. Gáski frá Sveinsstöðum 8,56

11. Segull frá Mið-Fossum 2 8,56

12. Gaumur frá Dalsholti 8,55

13. Klerkur frá Bjarnanesi 1 8,54

14. Eldjárn frá Tjaldhólum 8,52

15. Náttar frá Vorsabæjar-

hjáleigu 8,51

Sú yngsta aðeins átta ára gömul

Glódís og Kamban halda forystu eftir milliriðla í barnaflokki. Börnin eru 13 ára, sú yngsta í milliriðlinum var aðeins átta ára gömul.

1. Glódís Rún Sigurðardóttir, Kamban frá Húsavík - 8,76

2. Sylvía Sól Guðmundsdóttir, Skorri frá Skriðulandi - 8,50

3. Thelma Dögg Tómasdóttir, Taktur frá Torfunesi - 8,48

4. Viktor Aron Adolfsson, Leikur frá Miðhjáleigu - 8,44

5. Vilborg María Ísleifsdóttir, Svalur frá Blönduhlíð - 8,41

6. Bríet Guðmundsdóttir, Dagbjartur frá Flagbjarnarholti - 8,4

7. Annika Rut Arnarsdóttir, Gáta frá Herríðarhóli - 8,39

8. Anton Hugi Kjartansson, Tinni frá Laugabóli - 8,38

9. Gyða Helgadóttir, Hermann frá Kúskerpi - 8,38

10. Aron Freyr Sigurðsson, Hlynur frá Haukatungu syðri 1 - 8,37

11. Rúna Tómasdóttir, Brimill frá Þúfu í Landeyjum - 8,36

12. Stefanía Hrönn Stefánsdóttir, Dynjandi frá Höfðaströnd - 8,35

13. Kolbrá Jóhanna Magnadóttir, Von frá Mið-Fossum - 8,35

14. Ásdís Brynja Jónsdóttir, Prímus frá Brekkukoti - 8,31

15. Dagbjört Skúladóttir, Luxus frá Eyrarbakka - 8,31