Grams Jóhann var nýkominn í búningageymsluna þegar hann fann sér tvo flotta jakka.
Grams Jóhann var nýkominn í búningageymsluna þegar hann fann sér tvo flotta jakka. — Morgunblaðið/Sigurgeir S.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Ætli elstu flíkurnar séu ekki þær sem Þjóðleikhúsið fékk frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn við stofnun Þjóðleikhússins,“ segir Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri búningadeildar Þjóðleikhússins en í gær var fólki boðið að koma og...

„Ætli elstu flíkurnar séu ekki þær sem Þjóðleikhúsið fékk frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn við stofnun Þjóðleikhússins,“ segir Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri búningadeildar Þjóðleikhússins en í gær var fólki boðið að koma og fá gefins búninga úr safni leikhússins. Áður hafði búningadeildin grisjað töluverðan hluta búninganna en þeir sem voru eftir ruku út enda margar fallegar flíkur þar á ferð.

„Við héldum eftir búningum sem hafa sögulega merkingu og gætu farið á sérstakt leikmunasafn seinna og svo héldum við eftir þeim búningum sem við notum hvað mest,“ útskýrir Berglind en þeir búningar sem eftir voru fóru til Rauða krossins.

Gestir búningageymslunnar voru á öllum aldri en mest áberandi var ungt fólk í leit að flíkum með sögu. „Hver einasta flík sem við notum er merkt með leikara, verki og ártali en auðvitað skolast þetta til með tímanum,“ segir Berglind enda mátti sjá marga grandskoða flíkurnar að innan í leit að sögu þeirra. sigyn@mbl.is