Steingrímur Þórhallsson.
Steingrímur Þórhallsson.
Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag milli kl. 12:00-12:30. Á efnisskránni eru tveir sálmaforleikir eftir Cesar Franck, sálmaforleikur nr. 2 í h-moll og nr.

Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag milli kl. 12:00-12:30. Á efnisskránni eru tveir sálmaforleikir eftir Cesar Franck, sálmaforleikur nr. 2 í h-moll og nr. 3 í a-moll, en auk þess mun Hugleiðing um sálminn Heyr himnasmiður eftir Steingrím sjálfan hljóma á tónleikunum.

Steingrímur ólst upp á Húsavík þar sem hann hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun við Tónlistarskólann á Húsavík. Hann fluttist síðan til Reykjavíkur og lauk píanókennaraprófi árið 1998 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1998. Þá um haustið lá leiðin til Rómar í Kirkjutónlistarskóla Páfagarðs, Pontifictio Istituto di Musica Sacra, en þaðan tók hann lokapróf, Magistero di organo, sumarið 2001.

Síðustu ár hefur Steingrímur fært sig meira yfir í tónsmíðar og útskrifaðist hann með B.A. próf í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands í júní sl. Frá haustinu 2002 hefur Steingrímur starfað sem organisti og kórstjóri við Neskirkju.