A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefur aukið hlut sinn í Högum. Þessari aukningu var flaggað í Kauphöllinni í fyrradag, þar sem eignarhlutur sjóðsins er kominn yfir 5%. Sjóðurinn hefur aukið hlut sinn í Högum úr 4,85% upp í 6,32%.

A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefur aukið hlut sinn í Högum. Þessari aukningu var flaggað í Kauphöllinni í fyrradag, þar sem eignarhlutur sjóðsins er kominn yfir 5%. Sjóðurinn hefur aukið hlut sinn í Högum úr 4,85% upp í 6,32%.

Þar með eiga lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna nú tæplega 11% samanlagt í Högum en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild á einnig verulegan hlut í Högum eða um 3,29%.

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga á einnig 1,1% atkvæða og séreignasjóðir LSR 0,11% atkvæða. Lífeyrissjóðirnir sem ganga iðulega saman undir nafngiftinni Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 eiga því samtals 10,82% hlut í Högum.