— Morgunblaðið/Kristinn
Samband manns og hests er einstakt og þegar hesturinn ber mann áfram á slíku skeiði að umhverfið rennur saman fyrir sjónum manns skiptir miklu máli að vera á traustum fararskjóta.
Samband manns og hests er einstakt og þegar hesturinn ber mann áfram á slíku skeiði að umhverfið rennur saman fyrir sjónum manns skiptir miklu máli að vera á traustum fararskjóta. Hér má sjá Sigurð Vigni Matthíasson á Birtingi frá Selá og Elvar Einarsson á Segli frá Halldórsstöðum keppa í 250 metra skeiði á Landsmóti hestamanna í gær. Von er á 15.000 manns á mótið sem verður formlega sett í dag í Reykjavík og stendur til 1. júlí. 20