Kia hlutu nýverið verðlaun fyrir vandaða smíði og ánægju eigenda.
Kia hlutu nýverið verðlaun fyrir vandaða smíði og ánægju eigenda. — Morgunblaðið/Ernir
Beska neytendaritið Which? hefur útnefnt Kia sem besta bílaframleiðanda ársins 2012. Er honum hrósað fyrir „frábæra nýja bílalínu“ sem sé peninganna virði og loks er sjö ára ábyrgð á bílunum nefnd sérstaklega í forsendum útnefningarinnar.

Beska neytendaritið Which? hefur útnefnt Kia sem besta bílaframleiðanda ársins 2012. Er honum hrósað fyrir „frábæra nýja bílalínu“ sem sé peninganna virði og loks er sjö ára ábyrgð á bílunum nefnd sérstaklega í forsendum útnefningarinnar.

Which? hefur staðið fyrir útnefningu sem þessari ár hvert en um er að ræða rúmlega hálfrar aldar gömul samtök sem njóta mikils álits í Bretlandi. Ekki aðeins fyrir ráðgjöf heldur einnig rannsóknir sínar. Hefur ritið barist fyrir auknu öryggi á öllum sviðum neytendamála og sanngirni.

Framkvæmdastjóri samtakanna segir þetta vera í fyrsta sinn sem Kia kemst í lokahóp tilnefndra bílsmiða. Það sé því ekki svo lítill árangur fyrir fyrirtækið að koma út sem sigurvegari í ár.

Í bílaskoðun Which? kom Kia mjög vel út hvað ánægju notenda varðar og endingartraust bílanna. Aðrir bílaframleiðendur sem komust í lokavalið – og biðu þar með lægri hlut fyrir Kia – voru BMW, Hyundai, Skoda og Toyota.

„Rio, Sorento og Picanto komu allir einstaklega vel út úr skoðun rannsóknaseturs okkar og cee'd og Optima fengu góða einkunn í akstursprófunum okkar. Miðað við hvar fyrirtækið stóð fyrir aðeins fimm árum erum við þeirrar skoðunar að Kia-bílamerkið hafi tekið mestum framförum allra bílsmiða á því tímabili,“ segir í umsögn Which?

agas@mbl.is