Gunnar Nelson
Gunnar Nelson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þjóðverjinn Pascal Krauss sem átti að vera andstæðingur Gunnars Nelson bardagaíþróttamanns í UFC í Nottingham þann 29. september hefur þurft að segja sig frá bardaganum vegna meiðsla sem hann hlaut við þjálfun.

Þjóðverjinn Pascal Krauss sem átti að vera andstæðingur Gunnars Nelson bardagaíþróttamanns í UFC í Nottingham þann 29. september hefur þurft að segja sig frá bardaganum vegna meiðsla sem hann hlaut við þjálfun.

Í staðinn mun Gunnar mæta hinum bandaríska Rich „The Raging Bull“ Attonito sem á 15 atvinnubardaga að baki í MMA, þar af 5 í UFC. Attonito er það sem kallast „wrestler“ en Krauss er aftur á móti boxari að uppruna. Attonito er höggþungur með mikið þrek og líkamlegan styrk. Meðal hans helstu afreka er sigur á hinum brasilíska bardagakappa Rafael Sapo Natal sem er með svart belti í brasilísku jiu jitsu líkt og Gunnar. Sapo Natal er einn af kennurum Renzo Gracie skólans í New York þar sem Gunnar æfir. Hann lætur að sögn breytinguna ekki trufla sig þrátt fyrir lítinn fyrirvara, en aðeins 2 vikur eru í bardagann. Segist Gunnar þvert á móti tilbúinn í slaginn og hlakka til að takast á við þennan erfiða andstæðing.