[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
í Keflavík Skúli Sigurðsson sport@mbl.is Keflvíkingar kjöldrógu gesti sína úr Safamýrinni í gær í 19. umferð Pepsi-deildar karla. 5:0 sýndi taflan að loknum 90 mínútum og heimamenn tryggðu þar með tilverurétt sinn í Pepsideildinni að ári.

í Keflavík

Skúli Sigurðsson

sport@mbl.is

Keflvíkingar kjöldrógu gesti sína úr Safamýrinni í gær í 19. umferð Pepsi-deildar karla. 5:0 sýndi taflan að loknum 90 mínútum og heimamenn tryggðu þar með tilverurétt sinn í Pepsideildinni að ári. Fram mun hinsvegar þurfa að slást eitthvað áfram fyrir sæti sínu í deildinni.„Það var kominn tími á sigur hérna heima.“ sagði Sigurbergur Elísson leikmaður Keflavíkur og maður leiksins þetta kvöldið.

Þjálfarateymi Keflvíkinga hafði undirbúið leikinn nokkuð vel og nokkuð augljóst að þeir ætluðu sér ekki að hafa falldrauginn bankandi uppá í síðustu umferðum deildarinnar. Nettóvöllurinn hefur verið Keflvíkingum erfiður viðureignar í allt sumar og því var tekið það ráð að skipta um varamannaskýli og hitaði liðið upp á þeim helmingi sem gestirnir eru vanir að hita upp á. Ef þetta var það eina sem þurfti til hljóta þjálfararnir að naga sig í handarbökin að hafa ekki fattað þetta fyrr í sumar. „Ég veit ekki alveg muninn á liðinu núna og í allt sumar en stuðningsmannasveitin hjálpaði vissulega. Svo tók þjálfarateymið smá sálfræði á þetta hjá okkur og hugsanlega hafði það eitthvað að segja. Sumarið hjá mér er búið að vera erfitt, meiðsli, inn og út úr hópnum. En Zoran veit hvernig leikmaður ég er og gaf mér tækifærið og ég nýtti það vel,“ sagði Sigurbergur Elísson.

„Við gerðum bara allt of mörg mistök og misstum náttúrulega tvo menn útaf. En þetta var hrikalegt hjá okkur og það er ekkert hægt að afsaka þetta. Það segir sig svo sem sjálft, ef þú tapar 5:0 þá ertu lélegur. Við tökum lítið með okkur úr þessum leik nema tveir leikmenn fóru í bann og ekki hjálpar það í þeirri baráttu sem við erum í,“ sagði Kristinn Ingi Halldórsson, leikmaður Fram, við Morgunblaðið eftir leikinn, nokkuð súr með kvöldið.

Keflavík – Fram 5:0

Nettóvöllur, Pepsi-deild karla, 19. umferð, sunnudaginn 16. september 2012.

Skilyrði : Norðanvindur, skýjað og 4 gráðu hiti.

Skot : Keflavík 11(8) – Fram 6 (4).

Horn : Keflavík 4 – Fram 8.

Lið Keflavíkur : (4-5-1) Mark : Ómar Jóhannsson. Vörn : Grétar Atli Grétarsson, Magnús Þ. Magnússon, Haraldur F. Guðmundsson, Jóhann R. Benediktsson. Miðja : Magnús S. Þorsteinsson (77. Bojan Stefán Ljubicic), Denis Selimovic, Frans Elvarsson, Einar Orri Einarsson (77. Elías Már Ómarsson), Sigurbergur Elísson. Sókn : Guðmundur Steinarsson (70. Hörður Sveinsson)

Lið Fram : (4-4-2) Mark : Ögmundur Kristinsson. Vörn : Almarr Ormarsson (77. Sveinbjörn Jónasson), Kristján Hauksson, Alan Lowing, Samuel Tillen. Miðja : Samuel Hewson, Jón Gunnar Eysteinsson, Daði Guðmundsson, Halldór Hermann Jónsson. Sókn : Orri Gunnarsson , Kristinn Ingi Halldórsson.

Dómari : Gunnar Jarl Jónsson – 7.

Áhorfendur : 713.

Þetta gerðist á Nettóvellinum

FÆRI 11. Frans Elvarsson var kominn í dauðafæri einn á móti markmanni en Ögmundur sá við honum og varði vel.

1:0 18. Eftir spil Keflvíkinga á milli fyrir framan teig Framara var það Guðmundur Steinarsson sem átti hælsendingu á Sigurberg Elísson sem þrumaði boltanum í fjærhornið framhjá Ögmund í marki Fram.

36. Alan Lowing var réttilega rekinn í sturtu eftir að hafa fellt Frans Elvarsson sem var við það að sleppa einn í gegn.

SLÁ 43. Einar Orri Einarsson átti skalla í slána hjá Fram eftir góða sendingu inn í teig frá Sigurberg Elíssyni.

2:0 61. Sigurbergur átti þetta mark alveg einn. Vann boltann eftir slakt útkast frá Ögmundi í marki Fram. Dripplaði boltanum að endamörkum teigsins og lét vaða í hægrahornið. Vel klárað!

3:0 69. Nokkuð skrautlegt. Sending kom inní teig frá Denis Selimovic og Einar Orri Einarsson tók boltann viðstöðulaust, hitti hann illa um leið og Jón Gunnar Eysteinsson braut illa á honum. Magnús Sverrir Þorsteinsson fylgdi vel á eftir og renndi boltanum í netið.

4:0 73. Hörður Sveinsson vann boltann af varnarmanni Fram með sinni fyrstu snertingu og mikilli hörku og renndi boltanum framhjá Ögmundi.

5:0 81. Aukaspyrna rétt fyrir utan teig sem Jóhann R. Benediktsson tók og setti boltann snyrtilega í hægra hornið.

Gul spjöld:

Frans Elvar (Keflavík) 54. (peysutog), Grétar Atli (Keflavík) 71. (brot).

Rauð spjöld:

Alan Lowing (Fram) 36. (brot)

Jón Gunnar (Fram) 68. (mótmæli).

MMM

Enginn.

MM

Sigurbergur Elísson (Keflavík).

M

Jóhann R. Benediktsson (Keflavík)

Magnús Þ. Matthíasson (Keflavík)

Haraldur Guðmundsson (Keflavík)

Frans Elvarsson (Keflavík)

Einar O. Einarsson (Keflavík)

Guðmundur Steinarsson (Keflavík)

Jóhann B. Guðmundsson tók út leikbann í liði Keflvíkinga.