Sprenging Krafturinn í sprengingunni var svo mikill að hlutir úr íbúðinni, sem er á jarðhæð, þeyttust tugi metra og milliveggur í henni hrundi.
Sprenging Krafturinn í sprengingunni var svo mikill að hlutir úr íbúðinni, sem er á jarðhæð, þeyttust tugi metra og milliveggur í henni hrundi. — Morgunblaðið/Kristinn
Maður liggur þungt haldinn og í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að mjög öflug sprenging varð í íbúð hans á jarðhæð við Ofanleiti um klukkan 11 í gærmorgun. Skv.

Maður liggur þungt haldinn og í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að mjög öflug sprenging varð í íbúð hans á jarðhæð við Ofanleiti um klukkan 11 í gærmorgun. Skv. heimildum Morgunblaðsins er talið að um gassprengingu hafi verið að ræða en þetta hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglu. Ósprunginn gaskútur fannst í íbúðinni en talið er að gas hafi sloppið úr kútnum og rannsakar lögregla með hvaða hætti það bar að.

Haukur Þorgeirsson var heima með sjö mánaða gömlum syni sínum í gærmorgun. Hann býr á þriðju hæð í húsinu, beint fyrir ofan íbúðina þar sem sprengingin varð. „Ég hafði ekki orðið var við neitt, lykt eða eld eða hljóð, þegar ég allt í einu heyri rosalegar drunur og finn titring sem stendur í kannski 2-3 sekúndur,“ segir Haukur. Sprengingin var svo öflug að glerbrot og innanstokksmunir dreifðust í um 50-60 metra radíus umhverfis húsið, m.a. yfir leikvöll þar sem börn höfðu verið að leik skömmu áður. 2